Saga og upplýsingar um

Múrarameistarafélag Reykjavíkur

Saga félagsins

Undirbúningsfundur að stofnun Múrarameistarafélags Reykjavíkur var haldinn 9. febrúar 1933 og sóttu hann 22 þeirra 28 múrarameistara, sem þá störfuðu í Reykjavík. Skoðanir voru nokkuð skiptar um félagsstofnunina, en ákveðinn kjarni var ákveðinn. Boðað var til stofnfundar 18. mars 1933. Þar voru félagslög samþykkt og kosin fyrsta stjórn Múrarameistarafélagsins. Sérstök laganefnd hafði setið að stórfum fyrir fundinn. Stofnendur voru 16 talsins.

Eitt fyrsta verk nýkjörinnar stjórnar var að staðfesta samning við sveina um verkaskiptingu. Samningur þessi kvað á um skyldur beggja málsaðila. Sveinar skuldbundu sig til að vinna undir stjórn meistara og að bjóða ekki í byggingar og múrvinnu að undanskildum viðgerðum sem kostuðu 50 krónur eða lægri upphæð. Meistarar skuldbundu sig til að nota einvörðungu meðlimi sveinafélagsins til þeirra verka sem nefnd voru í verðskrá félagsins og einnig að vinna aðeins sem verkstjórar við múrverk. Samningurinn var undirritaður 22. apríl 1933 og tók þegar gildi. Hann tryggði báðum félögum og meðlimum þeirra starfsgrundvöll.

Image

Stjórn félagsins

Formaður : Hannes Björnsson
Varaformaður : Gylfi M. Einarsson
Ritari : Þorvarður Gísli Einarsson
Gjaldkeri : Ævar Már Finnsson
Meðstj. : Bergþór Bergþórsson

Varastjórn

Guðmundur Árni Pálsson
Svanur Þórisson
Birgir Magnús Björnsson

Opnunartími félagsins er frá kl. 9 - 13 virka daga
Starfsfólk á skrifstofu

Hannes Björnsson
Helga Björg Sigurðardóttir