Stofnað 18. mars 1933

Saga og upplýsingar um félagið

Sjá nánar

Félagatal

Hvar finnur þú múrarameistara?

Sjá nánar

Skoðaðu félagatalið okkar og finndu múrarameistara í verkið

Hvers vegna að velja múrarameistara?

Fagleg þekking og reynsla

Múrarameistarar bera ábyrgð á því sem þeir framkvæma.
Þeir hafa lokið námi í meistaraskóla og öðlast reynslu í verklegum framkvæmdum og hafa hafa faglega þekkingu á sínu fagi.

Það eru mjög mörg dæmi þess, að fólk sem hefur keypt þjónustu ófaglærðra, situr uppi með svimandi háa reikninga og ónýt verk, og oftar en ekki fást engar bætur eða leiðrétting.

Múrarameistarafélag Reykjavíkur var stofnað 18. mars 1933. Hér á þessari síðu getur þú séð félagatal okkar og haft samband við múrarameistara að eigin vali.

Hvaða gera múrarameistarar?

Starfssvið múrarameistara er mjög fjölbreytt og ber múrarameistaranum að hafa umsjón með eða framkvæma og bera ábyrgð á eftirfarandi skv. byggingarreglugerðinni:

  • Grunngröftur og sprengingar
  • Niðurlögn steinsteypu og eftirmeðhöndlun hennar
  • Öll járnalögn, öll hleðsla, múrhúðun, ílagnir og vélsípun
  • Öll flísalögn
  • Fylling í og við grunn og þjöppun hennar
  • Frágangur á einangrun undir múrvinnu
  • Frágangur eldvarna er varðar þá þætti sem múrarameistarinn ber ábyrgð á